Sími 565-65-97 & 895-65-94 | firring@firring.is

Aðal starfssemi Firringar ehf fellst í þjónustu við fyrirtæki, húsfélög og sveitafélög. Þessi þjónusta er mjög fjölbreytt eftir því hver á í hlut, en í grunninn er settur upp einhverskonar búnaður til forvarnar.

Yfirleitt er haft samband þegar vandamál koma upp og er þá í samráði við ákveðinn tengilið innan fyrirtækisins unnið að lausn þess og að því loknu settur upp varnarbúnaður sem síðan er vaktaður.

Þar sem ekki eru neinar reglur á Íslandi um vöktun varnarbúnaðar þá notast Firring ehf við breska reglugerð sem segir til um lámarks tíðni eftirlits í fóðurstöðvum með eitri. Sá tími er sex vikur og miðum við oftast við það í samningum okkar.

Ekkert fyrirtæki hefur sömu þarfir í varnarbúnaði og því er notast við Íslenskan staðal sem er unnin upp úr breska HACCP staðlinum og útleggst á íslensku: GÁMES : Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða.

Þegar gerður er samningur um meindýraeftirlit er farið yfir stöðuna með viðkomandi tengilið, í framhaldi af því er komið með tillögu um varnarbúnað, húsnæðið teiknað upp og búnaðurinn merktur inn á teikninguna.

Ávinningur fyrirtækja af þessu er að ef rétt er að verki staðið og með réttum forvarnarbúnaði eiga vandamál vegna meindýra að vera í lágmarki. Við hvert eftirlit er fyllt út eftirlitsskýrsla og tiltekið ástand eftirlitsstaða og búnaðar.

Þegar fulltrúi heilbrigðiseftirlits tekur út viðkomandi starfssemi les hann yfir eftirlitsskýrslur og ber saman við ástand fyrirtækis. Ef farið er eftir ábendingum meindýraeyðis og hann stendur sig í starfi á fulltrúi heilbrigðiseftirlits ekki að geta komið með athugasemdir svo framarlega að farið hafi verið eftir athugasemdum.

css.php