Meindýraeftirlit

Alhliða þjónusta í meindýravörnum fyrir alla

Um okkur

Frá árinu 2001 hefur Firring ehf sérhæft sig í meindýravörnum, vargeyðingu og grenjavinnslu. Upphaflega er fyrirtækið stofnað af Konráð Þór Magnússyni í tengslum við vargeyðingu við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Í dag er fyrirtækið rekið af syni hans Magna Þór Konráðssyni og konu hans Petrínu Ýr Friðbjörnsdóttir. Firring ehf þjónustar fyrirtæki um allt land með mikla áherslu á faglega þjónustu sniðna að hverjum og einum. Einnig höfum við hunda með okkur til minkaveiða af tegundinni Jakt Terrier (German hunting terrier) þau Píu og Dana og Labrador Retriever (Fléttuvalla Fimmu) í fuglaveiðina.

Þjónusta

  • Fyrirtæki, húsfélög, stofnanir og einstaklingar
  • Reglulegar úttektir fyrir fyrirtæki skv. HACCP, BRC eða ISO22000.
  • Rafrænt utanumhald á öllum gögnum svo aðgengi sé með besta mögulega móti.
  • Þjónusta sem er aðsniðin hverju fyrirtæki fyrir sig unnin með tengilið.
  • Rafræn gögn gera það að verkum að allt er til staðar ávalt.
  • Áhættugreiningar skv. BRC eða HACCP þar sem við á.

Mýs

Allur búnaður sem þarf til varna gegn músum

Við höfum allan búnað til varna gegn músum hvort sem er fyrir stór fyrirtæki eða heimahús og/eða sumarbústaði.

Veggjalús

Sérhæfð þjónusta í veggjalús

Áralöng reynsla í baráttunni við veggjalús, notumst við við fljótandi köfnunarefni sem er -196 gráður á celsius og er þurr frysting sem gerir okkur kleift að frysta nánast hvað sem er. Fyrir frekari upplýsingar er best að hafa beint samband við okkur.

Þegar húsið fer að iða

þá er bara að hringja! Vaktsími 895 6294

Höfuðstöðvar

Suðurhella 10

Sími

 +354 895 6294

VefPóstur

firring@firring.is